Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. október 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlli Magg eftir einstakt sumar: Draumur en býst ekki við því
Þetta er ómetanlegt
Bikarmeistaratitlinum fagnað
Bikarmeistaratitlinum fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Röðuðu sér fallega í stærðarröð.
Röðuðu sér fallega í stærðarröð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlli eftir sigur í bikarúrslitunum.
Júlli eftir sigur í bikarúrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed
Pablo Punyed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon átti gott tímabil með Víkingi í sumar og varð bæði bikar- og deildarmeistari með liðinu. Júlíus er 23 ára miðjumaður og var á sínu þriðja tímabili með meistaraflokki Víkings eftir að hafa komið frá Heerenveen þar sem hann æfði og spilaði með unglinga- og varaliði félagsins.

Viðtal við Júlla í vor:
Gekk ekki í Hollandi, kom heim og vann bikarinn - „Hefði átt að vera óhræddari"

Júlli var gestur í Enski boltinn hlaðvarpsþættinum hér á Fótbolti.net og fór yfir umferð helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Eftir þá yfirferð ræddi hann um tímabilið með Víkingi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér neðst í fréttinni.

Næstum því gallalaust tímabil
„Þetta var einstakt sumar en líka persónulega smá sveiflukennt. Ég byrjaði svífandi, skoraði tvö mörk í fyrstu fjórum leikjunum, tvö mikilvæg mörk. Það var öðruvísi fyrir leikmann eins og mig að gera eitthvað svona. Við héldum góðu „runni", töpuðum ekki á heimavelli. Maður fór hátt upp, dalaði aðeins á miðju tímabili en svo klárar maður tímabilið mjög vel. Þegar þú ert með leikmenn í kringum sig eins og ég var með hjá Víkingi þá er auðvelt að spila betur, það voru leikmenn sem bakka þig upp. Þetta var næstum því gallalaust tímabil hjá okkur," sagði Júlli.

Sagðist vanta mörk í sinn leik
„Ef ég gæti valið eitt sem ég væri til að bæta mig í þá væri það skotin, mig vantar mörk í minn leik til að taka almennum framförum, það er ekki spurning," sagði Júlli í viðtalinu fyrir tímabilið. Það duttu inn tvö mörk í sumar.

„Markmiðið var að gera fleiri og maður hefði viljað setja fleiri ef maður horfir til baka. Ég sé að sjálfsögðu ekki eftir neinu á þessu tímabili og því mega markamarkmiðin dvína aðeins miðað við hvernig tímabilið fór."

Þá er dálítið erfitt að sýna þig sem djúpur miðjumaður
Varstu með einhverja ytri hvatningu á tímabilinu, ertu að horfa í það að komast aftur út í atvinnumennsku?

„Já, ég var að horfa í það fyrir tímabilið. Sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þegar við enduðum í 10. sæti og maður var kannski bara hluti af því að lenda í 10. sæti. Ég ætla ekki að segja að ég sjálfur hafi spilað illa allt tímabilið en þegar liðið nær varla að kreista út sigur, einunigs þrír sigrar, þá er dálítið erfitt að sýna þig sem djúpur miðjumaður. Það er kannski auðveldara að gera það þegar liðið spilar svona vel og við náum að halda oftar hreinu. Það var klárlega markmiðið fyrir tímabilið."

Ánægður að Kári var valinn bestur
Er einhver leikmaður í Víkingi sem hefur ekki fengið það hrós sem hann á skilið fyrir sína frammistöðu?

„Ég held að allir séu búnir að fá hrós eftir þetta tímabil, eða svona allflestir. Ég var mjög ánægður að Kári hafi verið valinn bestur hér á Fótbolti.net eftir tímabilið. Ég veit að Niko skoraði 16 mörk og hann hefði líka getað verðskuldað það. Kári var bara það góður yfir tímabilið. Þegar hann skorar eitt mark á tímabilinu, og það er í bikarúrslitunum, þú býst við fleiri mörkum því yfirferðin er það mikil að hann mun kannski skora fleiri mörk en það skiptir ekki máli þegar þú spilar svona vel varnarlega. Þú ert varnarmaður og það er hlutverkið þannig hann á allt hrós skilið eftir tímabilið og eiginlega hver einasti maður í sinni stöðu."

Ómetanlegt það sem Pablo hefur gert
Hversu mikið hefur Pablo Punyed gert fyrir þinn leik?

„Eiginlega alltof mikið. Þegar þú ert með leikmenn sem eru öðruvísi á miðjunni, sérstaklega þegar þú ert með tvo á miðjunni, þá ertu ekki með hreinræktaða tíu, allavega ekki í leikkerfinu sjálfu. Kristall og Viktor duttu stundum þar inn. Heilt yfir á tímabilinu að geta haft leikmenn sem er með það „element" í sér að geta lagt upp svona mörg mörk, skorað líka og ofan á það tekur hann geðveikar hornspyrnur. Hann er alltaf til staðar og veit hvernig á að vinna eins og sést á öllum titlunum sem hann hefur unnið. Hann er leikmaður sem bakkar þig upp þegar illa gengur og peppar þig þegar vel gengur. Þetta er ómetanlegt."

Draumur en býst ekki við því
Eru einhverjar líkur á því að þú farir út í atvinnumennsku í vetur?

„Það er voða rólegt núna. Ég býst ekki við því, maður hefði kannski þurft að skora fleiri mörk. Þegar þú ert djúpur miðjumaður þá þarftu að vera „extra special". Það sést á því hvað margir djúpir miðjumenn hafa farið út eftir að þeir urðu tvítugir. Alex Þór [Hauksson] fór út eftir að hann var búinn að vera það góður lengi.

„Ég kom heim 19 ára og þú þarft að vera extra góður. Auðvitað vonast ég til þess og það væri draumurinn en ég ætla ekki að segja að ég búist endilega við því,"
sagði Júlli að lokum.
Júlíus Magnússon: Þetta er eiginlega ólýsanlegt
Enski boltinn - Íslandsmeistarar rýndu í stöðu Solskjær
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner