Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. október 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Konate skrímsli og Origi einn þann besta að klára færi
Konate
Konate
Mynd: Getty Images
Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, sat fyrir svörum fyrir leik Liverpool gegn Preston í deildabikarnum á morgun.

Lijnders hrósaði Divock Origi og Ibrahima Konate á fréttamannafundi í dag.

„Mikið hrós á Konate, koma inn í liðið á móti Manchester United. Ef þú talar um United þá talaru um hraða og drápseðli. Það er ekki auðelt að stýra hraðanum á Marcus Rashford, hröðum ákvörðunum Bruno Fernandes og hversu öflugur Cristiano Ronaldo er að klára færin."

„Konate er skrímsli. Þú þarft hraða í öftustu líunu og við höfum hraða í öllum okkar mönnum aftast. Við erum með fjóra miðverði og þeir eru með þá eiginleika sem þarf til að spila okkar bolta,"
sagði Lijnders.

„Divock Origi er okkar markahæsti maður í deildabikarnum. Ég er ánægður með hann því hann æfir af fullum krafti þó mínúturnar séu ekki margar. Hann lítur vel út. Divock er einn sá besti í heimi að klára færi - og við höfum unnið með þeim nokkrum. Hann er í heimsklassa í þeim efnum."

„Síðasta tímabil sýndi að við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Á einni stundu teluru að þú sért ekki nauðsynlegur en svo þarftu að spila þrjá leiki. Ef þú ert hjá stóru félagi þá verðuru að æfa vel svo þú sért klár þegar kallið kemur,"
sagði Lijnders.
Athugasemdir
banner
banner