Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. október 2022 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við KA
Birgir hefur komið við sögu í tuttugu leikjum í sumar og skorað tvö mörk.
Birgir hefur komið við sögu í tuttugu leikjum í sumar og skorað tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir Baldvinsson, lánsmaður hjá Leikni frá KA, hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við KA samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Birgir er 21 árs vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá KA og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2018.

Árið 2020 lék hann undir lok tímabilsins á láni með Leikni og aftur fyrri hluta tímabilsins 2021. Seinni hluta tímabilsins 2021 lék hann með Aftureldingu. Síðasta vetur var hann svo aftur lánaður í Leikni og var hann einn af bestu leikmönnum liðsins á tímabilinu.

Samningur hans við KA átti að renna út eftir næsta tímabili en þar sem hann nýtti sér uppsagnarákvæðið er hann laus allra mála. Félög, bæði í Bestu deildinn og Lengjudeildinni, hafa áhuga á honum.

Sjá einnig:
Væri alveg til í að skipta alfarið í Leikni - „Ein stór fjölskylda"
Athugasemdir
banner
banner