Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Væri alveg til í að skipta alfarið í Leikni - „Ein stór fjölskylda"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Birgir Baldvinsson er 21 árs gamall og er uppalinn í KA. Í dag spilar hann með Leikni Reykjavík á láni frá uppeldisfélaginu og spilaði hann allan leikinn í vinstri bakverðinum þegar Leiknir vann sinn fyrsta sigur í ellefu mánuði í gærkvöldi.

Fyrir frammistöðuna í leiknum gegn ÍA var Birgir valinn maður leiksins. Eftir leikinn var rætt við Birgi.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Tilfinningin er ólýsanleg, bara æðisleg. Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og loksins kom sigurinn," sagði Birgir.

Birgir var á láni hjá Leikni í lok tímabilsins 2020 og fyrri hluta tímabilsins í fyrra. Hann var svo í vetur aftur lánaður til Leiknis.

„Ég var í háskóla hér fyrir sunnan og systir mín þekkti Sigga [Sigurð Höskuldsson þjálfara] þannig ég fékk að mæta á æfingar. Um leið og ég mætti þá leist mér bara svo ógeðslega vel á liðsandann, líka á Sigga. Þetta er æðislegt lið, hópurinn er ógeðslega góður og bara ein stór fjölskylda."

Sæiru það fyrir þér að skipta alfarið í Leikni?

„Já, ég væri alveg til í að vera hérna. Þetta er ein stór fjölskylda og ég elska strákana hérna. Það verður bara að koma í ljós," sagði Birgir. Samningur hans við KA rennur út eftir næsta tímabil.
Birgir gat ekki verið sáttari: Ólýsanleg og æðisleg tilfinning
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner