Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   fös 26. nóvember 2021 22:07
Victor Pálsson
Spánn: Fimm leikir Athletic án sigurs
Mynd: EPA
Athletic 2 - 2 Granada CF
1-0 Raul Garcia ('10 )
1-1 Darwin Machis ('25 )
1-2 Jorge Molina ('34 )
1-3 Luis Maximiano ('76 , sjálfsmark)

Rautt spjald: Inigo Martinez, Athletic ('90)

Athletic Bilbao hefur nú leikið fimm leiki í efstu deild Spánar án þess að sigra eftir leik við Granada á heimavelli í kvöld.

Síðasti sigurleikur Athletic kom þann 23. október síðastliðinn gegn Villarreal en síðan þá hefur liðið gert þrjú jafntefli og tapað einni viðureign.

Athletic tók forystuna gegn Granada í kvöld en gestirnir bættu við tveimur mörkum stuttu eftir það og voru með 2-1 forystu í hálfleik.

Sjálfsmark Luis Maximiano tryggði Athletic svo eitt stig en hann skoraði í eigið net þegar 14 mínútur vou eftir.

Granada hefur aðeins unnið tvo leiki af 14 og er í 16. sætinu. Athletic er í því áttunda.

Diego Jóhannesson kom þá við sögu hjá Albacete í C-deildinni er liðið lék við Sanluqueno á útivelli.

Diego kom inná sem varamaður á 71. mínútu í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 15 11 3 1 32 13 +19 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
10 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
13 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
14 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
15 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
16 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner