Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 09:40
Elvar Geir Magnússon
Muller á óskalistum enskra félaga - Tekur Mancini við Man Utd?
Powerade
Thomas Muller, leikmaður Bayern.
Thomas Muller, leikmaður Bayern.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Mynd: EPA
Cody Gakpo.
Cody Gakpo.
Mynd: EPA
Dembele til PSG?
Dembele til PSG?
Mynd: EPA
Tilboði í Dan Burn hafnað.
Tilboði í Dan Burn hafnað.
Mynd: EPA
William Saliba vill snúa aftur til Arsenal.
William Saliba vill snúa aftur til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er nóg að gera á skrifstofum enskra slúðurblaða enda gluggadagurinn á mánudaginn. Muller, Haaland, Guimaraes, Broja, Lingard, Ndombele og fleiri í pakkanum í dag.

Thomas Muller (32), sóknarmaður Bayern München og Þýskalands, er á óskalistum Newcastle United og Everton. Muller nálgast lokaár samnings síns við Þýskalandsmeistarana. (Sportbild)

Barcelona vinnur að áætlun til að safna 100 milljónum evra (83,5 milljónum punda) til að fjármagna kaup á norska sóknarmanninum Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund í sumar. (Goal)

Bruno Guimaraes (24) hefur tilkynnt Lyon að hann vilji ganga í raðir Newcastle. Enska félagið hefur gert tilboð í brasilíska miðjumanninn. (L'Equipe)

Manchester United íhugar að ráða Ralf Rangnick sem stjóra til frambúðar eftir lofandi byrjun hans í starfi. (Sun)

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu og fyrrum stjóri Manchester City, er á blaði Manchester United. Ítalinn ku opinn fyrir því að snúa aftur í enska boltann. (Mail)

Newcastle og Arsenal vilja fá nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (23) hjá Napoli en hann er metinn á 60 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport )

Arsenal hefur blandað sér í baráttu við Manchester City og Liverpool í baráttu um hollenska vængmanninn Cody Gakpo (22) hjá PSV Eindhoven. (Footmercato)

Southampton undirbýr 25 milljóna punda tilboð til að kaupa Armando Broja (20) alfarið en albanski sóknarmaðurinn gekk í raðir Chelsea á eins árs langssamningi í upphafi tímabilsins. (Fabrizio Romano)

Newcastle hefur hafið viðræður að nýju um kaup á hollenska bakverðinum Mitchel Bakker (21) frá Bayer Leverkusen en þýska félagið er opið fyrir því að selja hann til enska félagsins í janúarglugganum. (90min)

Tilraunir Newcastle til að fá Jesse Lingard (29) frá Manchester United eru að renna út í sandinn þar sem verðmiðinn á honum er of hár. (Mail)

Tottenham hefur samþykkt að lána franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (25) til Valencia. (Telefoot)

Adama Traore (26), vængmaður Wolves, er mögulegur kostur fyrir Barcelona ef félagið nær að losa Ousmane Dembele (24) frá félaginu. Traore hefur verið sterklega orðaður við Tottenham. (ESPN)

Leonardo, íþróttastjóri Paris Saint-Germain, hefur haft samband við umboðsmann Dembele og lýst yfir áhuga á leikmanninum. (Mirror)

Arsenal mun líklega leggja aukna áherslu á að reyna að fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (23) frá Aston Villa. (Birmingham Mail)

AC Milan hefur gert tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang (32), sóknarmann Arsenal. Leikmaðurinn fer þó fram á rúmlega tvöföld laun Zlatan Ibrahimovic. (Star)

Leicester reynir að fá franska framherjann Mohamed Ali-Cho (18) frá Angers. Táningurinn hefur einnig verið orðaður við Tottenham. (Footmercato )

Newcastle, West Ham og Watford hafa áhuga á Nathaniel Phillips (24), varnarmanni Liverpool. (Independent)

Brighton hefur hafnað tilboði frá Newcastle í enska varnarmanninn Dan Burn (29). (Athletic)

Burnley er í viðræðum við Wolfsburg um hollenska sóknarmanninn Wout Weghorst (29). Sean Dyche vill fá þennan hávaxna leikmann til að fylla skarð Chris Wood sem fór til Newcastle. (Mail)

West Ham og Crystal Palace hafa áhuga á senegalska sóknarmanninum Bamba Dieng (21) hjá Marseille en franska félagið er tilbúið að losa hann í þessum mánuði fyrir 8 milljónir punda. (RMC Sport)

Manchester City er að tryggja sér ungverska vængmanninn Zalan Vancsa (17) frá MTK Budapest. (Telegraph)

Portúgalska félagið Braga hefur hafnað tilboði Brighton í spænska framherjann Abel Ruiz (21). (90min)

Franski varnarmaðurinn William Saliba (20) vill snúa aftur til Arsenal í sumar úr lánsdvöl sinni hjá Marseille. Sögusagnir hafa verið um að hann gæti gengið alfarið í raðir franska félagsins. (football.london)

Tottenham gæti notað argentínska miðjumanninn Giovani Lo Celso sem hluta af tilboði í brasilíska varnarmanninn Diego Carlos (28) hjá Sevilla. Newcastle vill líka fá Carlos. (Sun)

Barcelona er bjartsýnt á að fá Cesar Azpilicueta (32) á frjálsri sölu frá Chelsea í sumar, þegar samningur spænska varnarmannsins rennur út. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner