Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. febrúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Engar áhyggjur af markaþurrð Vardy - Bendir á Firmino
Vardy skoraði síðast 21. desember.
Vardy skoraði síðast 21. desember.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur engar áhyggjur af því þó að framherjinn Jamie Vardy sé ekki búinn að skora í sjö leikjum í röð. Vardy skoraði 17 mörk í fyrstu 18 leikjum tímabilsins en undanfarnar vikur hefur hann ekki verið á skotskónum og síðasta mark hans kom 21. desember.

„Ég er viss um að hann mun skora mörk og það er bara tímaspursmál hvenær það verður," sagði Rodgers fyrir leikinn gegn botnliði Norwich annað kvöld.

„Ef þú þarft 65 mörk til að ná markmiðum þínum á tímabilinu þá er ekki gott að framherjinn skori 40 og aðrir komi ekki með framlag. Þetta er ábyrgð liðsins."

„Horfið á Roberto Firmino hjá Liverpool. Hann hefur skorað tíu mörk á tímabilinu (8 í deild) en sjáið áhrifin sem hann hefur á aðra leikmenn og hvað hann hjálpar þeim að gera...þegar Jamie (Vardy) er ekki að skora þá býr hann til pláss fyrir aðra."

Athugasemdir
banner
banner
banner