Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   fim 27. febrúar 2020 11:26
Elvar Geir Magnússon
Harðorð yfirlýsing: Stórt spurningamerki sett við heiðarleika La Liga
Spænska félagið Leganes hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það staðfestir að það hafi fengið neitun frá spænska knattspyrnusambandinu þegar það vildi kaupa sóknarmann í stað Martin Braithwate.

Yfirlýsingin er harðorð og þar gagnrýnir Leganes reglur sambandsins, segir þær ósanngjarnar og að sett sé stórt spurningamerki við heiðarleika spænsku deildarinnar.

Barcelona fékk undanþágu til að kaupa sóknarmann utan félagaskiptagluggans vegna meiðsla í herbúðum liðsins. Félagið nýtti þá riftunarákvæði í samningi Braithwate og fékk hann til sín.

Leganes, sem er í fallsæti og berst fyrir lífi sínu í deildinni, missti þá lykilmann en átti ekki kost á að fylla hans skarð.

„Ósanngjörn reglugerð bitnar á okkur, reglugerð sem ógnar heiðarleika keppninnar og rétt allra félaga til að keppa á jafnréttisgrundvelli. Það hefur skaðað félagið alvarlega," segir í yfirlýsingunni.

Braithwate hefur skorað sex mörk og lagt upp eitt fyrir Leganes í 24 La Liga leikjum á tímabilinu.

„Þessi undanþága sem Barcelona fékk er ósanngjörn. Börsungar hagnast en þetta skaðar Leganes," segir Martin Ortega, framkvæmdastjóri Leganes.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner