Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Betis sagt horfa til Bielsa
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildarfélagið Real Betis hefur sett sig í samband við þá aðila sem koma að málum þjálfarans Marcelo Bielsa. Þetta er haft eftir spænska fjölmiðlinum El Desmarque.

Real Betis er að viðra fyrir sér þjálfaramöguleikum fyrir næsta tímabil og er Bielsa ofarlega á blaði.

Bielsa stýrir Leeds United núna, en samningur hans þar rennur út í sumar. Hann er að reyna að koma Leeds loksins aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Real Betis hefur ekki átt góðu gengi að fagna í La Liga á þessari leiktíð og er í 13. sæti.

Bielsa er 64 ára gamall og hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Hann hefur þjálfað landslið Argentínu og Síle og frá 2011 hefur hann þjálfað félagslið í Evrópu. Hann hefur þjálfað Athletic Bilbao, Marseille, Lazio, Lille og núna Leeds.

Hann hefur haft mikil áhrif á aðra þjálfara eins og Mauricio Pochettino, Diego Simeone og Marcelo Gallardo.
Athugasemdir
banner
banner