lau 27. febrúar 2021 11:46
Victor Pálsson
Klopp vill ekki endurbyggja - Verða smávægilegar breytingar
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, býst ekki við því að félagið muni endurbyggja leikmannahópinn í sumar þrátt fyrir kannski slæmt gengi á þessari leiktíð.

Það bjuggust margir við að Liverpool yrði við toppinn í ensku deildinni en liðið situr þessa stundina í sjötta sætinu með 40 stig eftir heil fjögur töp í röð.

Meistararnir munu þó ekki endurbyggja í sumar að sögn Klopp en það verða þó einhverjar breytingar á leikmannahópnum.

Liverpool mætir Sheffield United á útivelli í úrvalsdeildinni á morgun.

„Hvað þýðir það að endurbyggja? Tíu út og tíu inn? Breytingar á byrjunarliðinu? Hvaða byrjunarliði!?" sagði Klopp.

„Ég held að þetta sé ekki tíminn til að endurbyggja, eins og að henda sex eða sjö út, samningslausir leikmenn og að fá inn alveg nýja menn."

„Þessi hópur hefur ekki fengið tækifæri á að spila saman einu sinni á þessu ári, í alvöru. Það væri vit í því að skoða það."

„Fyrir utan það þá verða smávægilegar breytingar. Við þurfum að bregðast við stöðunni en á sama tíma að plana framtíðina. Ég er ekki viss hvort við getum gert það í sumar en við munum reyna."
Athugasemdir
banner
banner
banner