Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne er án nokkurs vafa einn af bestu skapandi leikmönnum samtímans, auk þess að vera markheppinn leikmaður með góðan skotfót.
De Bruyne hefur lengi verið einn af burðarstólpum í ógnarsterku liði Manchester City sem hefur gert frábæra hluti í ensku úrvalsdeildinni, án þess þó að takast að sigra Meistaradeildina þrátt fyrir að komast nálægt því.
Þegar tölfræði miðjumanna bestu fimm deilda Evrópu er skoðuð frá aldamótum kemur í ljós að De Bruyne er í þriðja sæti yfir samanlögð mörk og stoðsendingar.
De Bruyne er 31 árs gamall og því afar líklegur til að taka toppsætið á listanum yfir markamestu miðjumenn aldarinnar. Hann er aðeins tíu mörkum eða stoðsendingum frá því að jafna Cesc Fabregas og Frank Lampard á toppi listans.
De Bruyne hefur komið að 212 mörkum með Chelsea og Man City í ensku úrvalsdeildinni og Werder Bremen og Wolfsburg í þýska boltanum. Fabregas og Lampard komu að 222 mörkum á sínum ferlum.
Það er afar langt í fjórða sæti listans, þar sem Steven Gerrard situr með 179 mörk en þar á eftir koma Marek Hamsik, Xavi, Ivan Rakitic og Toni Kroos.
Michael Ballack, David Beckham, Paul Scholes og Paul Pogba koma einnig fyrir á áhugaverðum lista.
Vítaspyrnumörk eru ekki talin með og þá eru leikmenn ekki gjaldgengir nema að þeir hafi spilað sem miðjumenn eða varnartengiliðir. Hreinræktaðir kantmenn og sóknartengiliðir teljast ekki með. Allar tölur koma úr deildarleikjum - bikar- og evrópukeppnir eru ekki taldar með.
1. Cesc Fabregas - 222
1. Frank Lampard - 222
3. Kevin De Bruyne - 212
4. Steven Gerrard - 179
5. Marek Hamsik - 171
6. Xavi - 162
7. Ivan Rakitic - 142
8. Toni Kroos - 138
9. Miralem Pjanic - 133
10. Michael Ballack - 132
11. David Beckham - 129
12. James Milner - 127
13. Andrea Pirlo - 124
14. Arturo Vidal - 117
15. Koke - 115
16. Paul Scholes - 114
17. Dani Parejo - 111
18. Paul Pogba - 110
19. Dejan Stankovic - 105
19. Clarence Seedorf - 105
21. Luis Alberto - 104
22. Bastian Schweinsteiger - 103
22. Borja Valero - 103
24. Luka Modric - 102
25. Gonzalo Castro - 100
26. Andres Iniesta - 99
26. Yaya Toure - 99
28. Aaron Ramsey - 97
28. Sergej Milinkovic-Savic - 97
30. Gareth Barry - 96