Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 18:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórir til viðbótar með kórónuveiruna í ensku úrvalsdeildinni
Aaron Ramsdale, markvörður Bournemouth, er með veiruna. Hann greindist með veiruna í síðustu viku.
Aaron Ramsdale, markvörður Bournemouth, er með veiruna. Hann greindist með veiruna í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Fjórir aðilar úr þremur félögum í ensku úrvalsdeildinni greindust með kórónuveiruna í þriðju umferð prófana.

Það voru framkvæmd 1,008 próf hjá félögum deildarinnar á mánudag og þriðjudag, og úr þeim komu til baka fjögur jákvæð sýni. Næsta umferð prófana fer fram á morgun og föstudag.

Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort að um sé að ræða leikmenn, starfsmenn eða bæði, eða hvort að um sé að ræða ný tilfelli eða um aðila sem voru áður greindir og hafa komið til baka eftir að hafa verið í sóttkví í sjö daga.

Þeir sem greindust núna með veiruna fara núna í sóttkví í sjö daga.

Alls hafa núna 12 leikmenn og starfsmenn enskra úrvalsdeildarfélaga smitast frá því að lið byrjuðu að undirbúa sig fyrir lokahnykk 2019-20 tímabilsins. Núna eru ensku liðin að byrja að æfa með snertingum.

Vonast er til að keppni í ensku úrvalsdeildinni hefjist á nýjan leik í kringum miðjan júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner