Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristófer leikur með Stjörnunni í sumar (Staðfest)
Kristófer hefur einnig leikið fyrir Þrótt hér á landi.
Kristófer hefur einnig leikið fyrir Þrótt hér á landi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kristófer Konráðsson hefur samið við Stjörnuna til tveggja ára, en þetta segir í tilkynningu frá félaginu.

Kristófer er uppalinn í Stjörnunni, en hann lék í fyrra með KFG í 2. deild. Hann lék þar 14 leiki og skoraði sex mörk. Einnig hefur Kristófer spilað með Þrótti Reykjavík á sínum ferli hér á landi.

Kristófer, sem hefur æft með Víkingi R. í vetur, hefur einnig spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hann leikur með Stjörnunni í sumar.

Stjarnan hafnaði í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, en liðið hefur leik í deildinni gegn Fylki um miðjan næsta mánuð.

Komnir:
Björn Berg Bryde frá HK (Var á láni)
Emil Atlason frá HK
Halldór Orri Björnsson frá FH
Kristófer Konráðsson frá KFG (Var á láni)
Vignir Jóhannesson frá FH

Farnir:
Ásgeir Þór Magnússon í Leikni R.
Baldur Sigurðsson í FH
Guðjón Orri Sigurjónsson í KR
Guðmundur Steinn Hafsteinsson til Rot-Weiss Koblen
Nimo Gribenco til AGF (Var á láni)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner