Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. maí 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Elliði og Augnablik deila 2. sæti eftir sigra
Pétur Óskarsson setti tvennu í fyrri hálfleik gegn ÍH.
Pétur Óskarsson setti tvennu í fyrri hálfleik gegn ÍH.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Elliði og Augnablik deila öðru sæti 3. deildar eftir sigra á útivöllum í leikjum kvöldsins.


Elliði heimsótti ÍH og skoraði Pétur Óskarsson tvennu í fyrri hálfleik.  

Viktor Smári Segatta minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en Sæmundur Óli Björnsson gerði út um leikinn með sigurmarki fyrir Elliða á 78. mínútu.

Gabríel Þór Stefánsson kom Augnablik þá yfir á útivelli gegn KH.

Augnablik hélt forystunni og innsiglaði Brynjar Óli Bjarnason sigurinn undir lokin.

Elliði og Augnablik eru með sjö stig eftir fjórar umferðir á meðan ÍH og KH eru áfram án stiga á botni deildarinnar.

ÍH 1 - 3 Elliði
0-1 Pétur Óskarsson ('6)
0-2 Pétur Óskarsson ('45)
1-2 Viktor Smári Segatta ('56)
1-3 Sæmundur Óli Björnsson ('78)

KH 0 - 2 Augnablik
0-1 Gabríel Þór Stefánsson ('25)
0-2 Brynjar Óli Bjarnason ('90)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner