Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   þri 27. ágúst 2024 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur til Hertha Berlín (Staðfest)
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson hefur skrifað undir samning við þýska félagið Herthu Berlín. Hann gengur í raðir félagsins frá Leuven í Belgíu.

Hertha, sem er stórt félag í Þýskalandi, staðfestir félagaskiptin á vefsíðu sinni í dag en Jón Dagur skrifar undir samning til 2027.

Jón Dagur er 25 ára gamall kantmaður með 37 landsleiki að baki fyrir Ísland. Undanfarin ár hefur hann leikið fyrir AGF í Danmörku og Leuven í Belgíu við góðan orðstír og nú er kominn tími á næsta skref á ferlinum.

Hertha kaupir Jón Dag frá Leuven eftir að hafa unnið kapphlaup við ýmis önnur félög sem vildu einnig kaupa íslenska landsliðsmanninn.

Hann er annar Íslendingurinn í sögu Herthu á eftir Eyjólfi Sverrissyni.

Hertha er með fjögur stig eftir þrjár umferðir í þýsku B-deildinni á nýju tímabili eftir að hafa endað um miðja deild á síðustu leiktíð með 48 stig úr 34 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner