Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 27. september 2020 16:55
Magnús Þór Jónsson
Eiður: Verð allavegana þjálfari FH á fimmtudaginn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann Fjölnismenn í Kaplakrika í dag í sannkölluðum haustleik.

"Það var þungt yfir þessu í dag.  Völlurinn var þungur, það hefur rignt mikið og það er greinilegt að mikil orka hefur farið í síðustu vikur og það sást aðeins á okkur í dag."

Eiður var sáttur að taka þrjú stig miðað við allt.

"Þetta er ekkert okkar besti leikur, ég hafði ekki áhyggjur að við kláruðum ekki með marki, það er bara ekki í mínu eðli held ég.  Þetta eru mikilvæg þrjú stig. Það er klárt."

Eiður minntist sérstaklega á frammistöðu hins 16 ára Loga Hrafns.

"Logi Hrafn nýorðinn 16 ára kemur inn í dag og mér fannst hann bara vera eins og hann hefði spilað í efstu deild í 20 ár. Yfirvegaður á boltanum og flottur, það er gott að hópurinn er breiður.

Okkur fannst kjörið tækifæri að gefa honum tækifæri í dag, við erum að dreifa mínútum og það eru smávægileg meiðsli hér og hvar. Það að geta notað hópinn og fengið þrjú stig, það er frábært."


Þegar Eiður og Logi tóku við í sumar var talað um að hann myndi klára tímabilið. Er ekki að verða nokkuð ljóst að hann verður áfram í þjálfarapeysunni næsta sumar?

"Ég verð það á næsta fimmtudag allavega! Ég er mjög ánægður með allt sem við erum að gera og stígandann í liðinu.  Meira get ég ekkert sagt um þetta."

Nánar er rætt við Eið í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner