Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. september 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Í 8. sæti sem er ekki nógu gott - „Höfum sjö leiki til að bæta upp fyrir það"
Á æfingu í gær.
Á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samdi við Elfsborg í fyrra.
Samdi við Elfsborg í fyrra.
Mynd: Elfsborg
Hákon Rafn Valdimarsson er markvörður Elfsborg og U21 árs landsliðsins. Hann ræddi í gær við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins. Framundan er úrslitaleikur við Tékkland um sæti á EM næsta sumar og leiða Tékkarnir með einu marki eftir fyrri leik liðanna.

Hákon hefur varið mark Elfsborg í undanförnum leikjum, kom inn í markið í einn leik í júlí og hefur frá því í byrjun ágúst spilað sjö leiki í röð.

„Kannski ekki augljós fyrsti kostur í markið, þetta er mikil samkeppni, við erum báðir frekar ungir markmenn og núna er þetta í mínum höndum að halda áfram að spila vel og klára tímabilið vel."

Upplifir Hákon það þannig að hann megi ekki gera mistök, annars gæti hann misst stöðuna hjá Elfsborg?

„Ég held það sé meira frjálsræði, ég er búinn að spila sex frekar fína leiki í röð, þeir treysta mér mjög vel og eru ánægðir með mig. Ég ætla halda áfram að gera það sem ég geri," sagði Hákon.

Elfsborg situr í 8. sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Liðið endaði í fjórða sæti í fyrra og segir Hákon að árangur liðsins sé ekki nógu góður.

„Nei, en við höfum ennþá sjö leiki til að bæta upp fyrir það. Við vorum að ströggla vel, höfum unnið þrjá í röð en fyrir það vorum við ekki búnir að vinna mjög lengi. Við ætlum að bæta upp fyrir það og reyna standa okkur í síðustu sjö leikjunum," sagði Hákon.

Hann verður að öllum líkindum í markinu þegar Ísland mætir Tékklandi í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Hákon Rafn: Geggjað að vera á þessu sviði þar sem allt er undir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner