Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. október 2021 00:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samantekt af fundinum eftir leik: Auðvitað var hún ósátt
Icelandair
Svava var dæmd brotleg í þessu atviki.
Svava var dæmd brotleg í þessu atviki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fagnað eftir leik
Fagnað eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alexandra sat fyrir svörum.
Alexandra sat fyrir svörum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elísa átti flottan leik í kvöld
Elísa átti flottan leik í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður í liðinu, sátu fyrir svörum á fréttamannafundi eftir sigur gegn Kýpur í undankeppni HM í kvöld.

Hér að neðan má sjá þær spurningarnar og svörin af fundinum. Efnið er birt í tímaröð og má nálgast efni sem þegar hefur verið birt með því að smella á hlekkina í fréttinni.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

Hálfgerður dónaskapur að kvarta yfir 5-0
„Ég er ánægður með sigurinn, hefðum alveg getað spilað betur," sagði Steini um úrslit leiksins.

„Ég er ánægður með að skora fimm mörk og vinna þetta sannfærandi og þægilega. Í hálfleik töluðum við um að halda tempói í leiknum. Mín tilfinning milli hálfleika var að það var kraftur í okkur í fyrri hálfleik, sköpuðum góðar stöður fyrir færi en kannski vorum við aðeins of rólegar í okkar aðgerðum. Heilt yfir var ég bara sáttur við þetta."

Hvað fannst þér vanta upp á að við myndum skora fleiri mörk?

„Aðeins meiri ró á þriðja þriðjung, fannst við flýta okkur stundum aðeins of mikið en maður kvartar ekkert yfir 5-0, það er svona hálfgerður dónaskapur."

Maður var samt alltaf pirraður
Varstu ósáttur að gestirnir voru að liggja á eftir og tefja leikinn?

„Mér fannst dómarinn ekki leyfa neinar snertingar, ekki neitt og svo byrjuðu þær að tefja frá fyrstu mínútu sem maður vissi alveg en maður var samt alltaf pirraður."

Auðvitað var Svava ósátt
Hvað finnst þér um markið sem var dæmt af Karólínu Leu?

„Ég sá þetta bara sem löglegt mark en þetta var samkvæmt dómaranum einhver hættuleg tækling frá Svövu. Það er ekkert annað sem ég get sagt um þetta."

Sagði Svava eitthvað um þetta?

„Auðvitað var hún ósátt við að markið var dæmt af. Ég sé aftan á þetta og það er erfitt að sjá nákvæmlega hvað er að gerast. Mér fannst eins og hún væri að sparka í boltann, markmaðurinn ver hann eða hvað þú nú var og svo er bara frákast og mark. Ekkert annað að segja um það."

Alexandra um leikinn og bekkjarsetuna: Langaði að gera allt til að sanna mig

Steini ósáttur við mætinguna: Stelpurnar eiga meira skilið

Ekkert sem kom á óvart og jákvæður hausverkur
Var eitthvað í leik Kýpur sem kom þér á óvart? „Nei," sagði Steini hreinskilinn.

Frammistaðan í dag, verður hausverkur að velja næsta byrjunarlið út frá þessari frammistöðu?

„Það verður bara jákvæður hausverkur að velja næsta byrjunarlið. Sem er bara gott að hafa þjálfara að þurfa hafa fyrir því. Það ýtir hópnum aðeins áfram, ýtir aðeins við þeim að þær þurfa að hafa fyrir því að vera í byrjunarliðinu. Þannig á það vera og það er bara jákvætt."

Steini um stöðu Karólínu og Svövu hjá sínum félagsliðum

Vill halda umræðunni á réttu plani en gat ekki logið

Steini og Alexandra um Amöndu: Framtíðin er hennar

Elísa virkilega góð
Frammistaða Elísu Viðarsdóttur sem kemur að þremur mörkum. Ertu ánægður með hana?

„Já, ég er mjög ánægður með hana. Hún skilaði hlutverkinu vinstra megin vel, það er kannski ekki hennar staða. Hún er réttfætt en hún átti góðan kross í fyrsta markinu. Hún var virkilega góð, gerði þetta einfalt og skilaði sínu vel."

Steini um að Cecilía hafi spilað: Getum ekki farið í grafgötur með það að Sandra er komin á ákveðinn aldur

Steini og Alexandra um EM dráttinn: Væri gaman að fá England í opnunarleik - „Ég er City aðdáandi"

Vilja spila úrslitaleik við Holland í Hollandi
Möguleikarnir í riðlinum, komin í annað sætið. Breytir það einhverju miðað við það sem lagt var upp með fyrir undankeppnina?

„Nei, það sem við lögðum upp með þegar við fórum inn í þessa riðlakeppni var það að vera í bílstjórasætinu fram í síðasta leik. Við erum það ennþá. Ef við vinnum rest þá förum við beint á HM. Það er það sem við leggjum upp með, að vera í bílstjórasætinu fram í síðasta leik. Markmiðið okkar er að spila úrslitaleik við Holland í Hollandi. Við erum ennþá í þeirri stöðu en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að halda okkur í þeirri stöðu fram að þeim leik," sagði Steini.

Alexandra tjáði sig að lokum um Frankfurt og verður sá hluti birtur á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner