Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. október 2021 21:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexandra var svekkt á föstudag: Langaði að gera allt til að sanna mig
Gaman að setja mark
Icelandair
Alexandra kom inn á sem varamaður gegn Tékklandi.
Alexandra kom inn á sem varamaður gegn Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands frá leiknum gegn Tékklandi. Alexandra lék fantavel á miðjunni gegn Kýpur í kvöld og skoraði mark í leiknum ásamt því að leggja upp mark fyrir Sveindísi.

Alexandra sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

„Það var gaman að spila leikinn, þetta var eins og við bjuggumst við, að þær myndu liggja aftarlega og ég sem djúpur miðjumaður myndi kannski fá meiri tíma á boltann heldur en hinir fyrir framan. Þetta var krefjandi og kannski meira andlegt heldur en líkamlegt. Við þurftum að halda einbeitingu, þær voru að henda sér niður og dómarinn tekur þátt í einhverju svoleiðis. Þetta var bara gaman, 5-0 sigur," sagði Alexandra.

Var erfitt að mótivera sig fyrir leik á móti liði sem hefur tapað síðustu tveimur leikjum 8-0?

„Persónulega fannst mér það ekki. Ég datt úr liðinu í síðasta leik og langaði að gera allt til að sanna mig hér í dag. Mér fannst ekki erfitt að mótivera mig fyrir leikinn."

Varstu svekkt að vera ekki í liðinu á föstudaginn?

„Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei," sagði Alexandra og hló. „Ég var auðvitað svekkt en ég skil breytinguna, er liðsmaður og tók mínu hlutverki."

Varstu ánægð með eigin frammistöðu í dag?

„Já, auðvitað voru samt einhver atriði sem ég hefði viljað gera betur en annars bara ánægð. Ég náði að dreifa boltanum ágætlega á milli og alltaf gaman að setja mark," sagði Alexandra.
Athugasemdir
banner
banner
banner