Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. nóvember 2022 11:35
Aksentije Milisic
Gary O'Neil ráðinn stjóri Bournemouth
O'Neil.
O'Neil.
Mynd: EPA

Gary O'Neil hefur samþykkt það að skrifa undir 18 mánaða samning sem stjóri Bournemouth.


O'Neil tók við af Scott Parker snemma á tímabilinu og hefur nýliðunum gengið vel undir hans stjórn og hefur liðið komið mörgum á óvart.

Samkvæmt SkySports hefur O'Neil fengið 18 mánaða samning sem hægt er að framlengja um eitt ár ef vel gengur.

Bournemouth var í 17. sætinu eftir 9-0 tap gegn Liverpool þegar Parker var rekinn en síðan þá hefur liðið einungis tapaði fjórum leikjum af síðustu ellefu undir stjórn O'Neil.

Marcelo Bielsa, fyrrverandi stjóri Leeds, var orðaður við Bournemouth á dögunum en það virðist ekki ætla gerast strax, í hið minnsta.


Athugasemdir
banner
banner