Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 27. nóvember 2023 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Cairney: Mér fannst þetta vera víti
Mynd: Getty Images
Tom Cairney, miðjumaður Fulham, fannst ekkert umdeilt við vítaspyrnuna sem hann fékk í 3-2 sigrinum á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Cairney vann vítaspyrnu fyrir Fulham snemma í síðari hálfleik en af myndum að dæma virðist Semedo ná boltanum.

Englendingurinn sá ekkert athugavert við það að dómarinn skildi dæma vítaspyrnu.

„Ég var að reyna að reyna að færa boltann hratt og tókst að færa hann en þá þrumaði hann í ökklann á mér. Hraðinn á hreyfingunni varð til þess að ég féll í grasið og fannst mér þetta var vítaspyrna,“ sagði Cairney.

Cairney var ánægður með að landa sigrinum og fannst liðið verðskulda það.

„Sigurinn var risastór. Þeir jöfnuðu í tvígang, enda mjög got lið, en mér fannst við eiga eitthvað inni til að klára þetta,“ sagði hann um sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner