Brasilíski sóknartengiliðurinn Willian var að koma Fulham í 2-1 gegn Wolves með marki úr umdeildri vítaspyrnu,
Staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Alex Iwobi kom Fulham yfir áður en Matheus Cunha jafnaði fimmtán mínútum síðar.
Snemma í síðari hálfleik fengu heimamenn í Fulham vítaspyrnu eftir að Tom Cairney féll í teignum.
Andreas Pereira missti boltann frá sér og ætlaði Cairney að ná til hans áður en Nelson Semedo tók hann niður. Ef myndbandið er skoðað af atvikinu virðist Semedo fara fyrst í boltann áður en Cairney fellur við.
Vítaspyrna engu að síður og skoraði Willian úr spyrnunni. Rúmar tuttugu mínútur eru eftir af leiknum.
Sjáðu atvikið hér
Athugasemdir