Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 07:35
Brynjar Ingi Erluson
Luis Díaz á leið til Liverpool - Enn eitt áfallið fyrir Tottenham
Luis Díaz er að semja við Liverpool
Luis Díaz er að semja við Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kólumbíski vængmaðurinn Luis Díaz er að ganga í raðir Liverpool frá Porto fyrir ríflega 50 milljónir punda. Paul Joyce, sem er einn áreiðanlegasti blaðamaðurinn í kringum félagaskipti Liverpool, greinir frá þessu.

Stærstu miðlarnir í Portúgal greindu frá félagaskiptunum fyrstir allra í nótt og sögðu þá samkomulag í höfn milli Liverpool og Porto. Þar kemur fram að LIverpool greiðir ríflega 37,5 milljón punda og 12,5 milljónir í bónusgreiðslur.

Kólumbískir miðlar sögðu einnig frá því að þetta væri raunin en Tottenham hefur verið í viðræðum við umboðsmann Díaz síðustu daga og reynt að komast að samkomulagi við Porto.

Liverpool hefur fylgst með Díaz, sem er 25 ára gamall, síðasta árið og skráði sig inn í kapphlaupið seint. Díaz vann gullskóinn á Copa America síðasta sumarið og var þar að auki í liði mótsins.

Paul Joyce hjá Times staðfesti þessar fregnir í morgun og greindi frá því að Liverpool væri nú að ganga frá samkomulagi við Porto.

James Pearce og Neil Jones, sem hafa verið mikið í kringum félagaskipti Liverpool, skrifa einnig um þetta hjá Athletic og Goal.com. Þetta þýðir væntanlega það að Divock Origi eða Takumi Minamino fara frá félaginu í þessum glugga.

Díaz er með 16 mörk og 8 stoðsendingar í öllum keppnum fyrir Porto á þessari leiktíð en hann er nú staddur með kólumbíska landsliðinu, sem spilar leiki í undankeppni HM.

Þetta er enn eitt áfallið fyrir Tottenham. Félagið var einnig í viðræðum við Adama Traore, leikmann Wolves, en hann ákvað að ganga til liðs við Barcelona eftir að spænska félagið kom með tilboð á síðustu stundu. Þau félagaskipti verða tilkynnt á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner