Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 28. janúar 2023 11:00
Aksentije Milisic
Rómverjar brjálaðir út í Zaniolo - Slæm niðurstaða fyrir alla
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Nicolo Zaniolo, leikmaður AS Roma á Ítalíu, hefur mikið verið í fréttunum þar í landi en hann vill fara frá félaginu.


Ítalinn vill vera áfram í heimalandinu og var draumur hans að komast til AC Milan. AC Milan vildi einungis fá hann á láni og eiga forkaupsrétt eftir tímabilið en Roma var ekki tilbúið að samþykkja það. Félagið vill einungis selja Zaniolo.

Bournemouth kom með 30 milljóna evra tilboð í leikmanninn sem Roma samþykkti. Zaniolo hafði hins vegar engann áhuga á að ganga til liðs við enska liðið og ræddi hann ekki einu sinni við það.

Umboðsmaður leikmannsins hitti Bournemouth og var með furðulega kröfur. Ein þeirra var á m.a. sú að Bournemouth ætti að selja leikmanninn fyrir einungis 25 milljónir punda ef liðið myndi falla og það kæmi tilboð frá ítölsku félagi.

Thiago Pinto, yfirmaður fótboltamála hjá Roma, er sagður brjálaður út í Zaniolo og telur hann ekki vera sína félaginu neina virðingu með framkomu sinni.

Nú stefnir allt í það að hann verði áfram hjá Roma fram að sumri en Roma er sagt ætla refsa leikmanninum og geyma hann í stúkunni það sem eftir lifir tímabils.

Hann á að hafa neitað fimm milljónum evra í árslaun frá Bournemouth sem er hærri upphæð en hann vildi fá í nýjum samningi hjá Roma.

Slæm niðurstaða fyrir alla, Roma fær ekki peninginn sem það vildi fyrir kappann í þessum mánuði og hann sjálfur verður mögulega látinn sitja upp í stúku fram að sumri.


Björn Már fer yfir Juventus málið
Athugasemdir
banner
banner
banner