Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   fös 28. febrúar 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho kemur með góðar fréttir af Kane
Endurkoma Harry Kane er á undan áætlun en þessi frábæri sóknarmaður Tottenham fór í aðgerð í janúar vegna meiðsla aftan í læri.

Jose Mourinho segir að Kane gæti reynst Tottenham dýrmætur í lokaleikjum tímabilsins.

„Ég myndi segja að hann væri aðeins á undan áætlun. Það gefur mér þá von að í stað þess að hann verði klár í einn eða tvo síðustu leikina þá geti hann náð þremur til fimm," segir Mourinho.

„Þetta eru smá vangaveltur en tilfinningin er góð. Hann gerir allt sem hann getur og allt gengur vel. Ég er bjartsýnni en þegar hann meiddist fyrst. Hann gæti hjálpað okkur í lokin."

„Ég veit ekki hvenær Son Heung-min snýr aftur en það eru góðar líkur á því að við fáum að sjá Harry og Son spila saman í lok tímabilsins."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner