Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. febrúar 2020 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valgeir skrifar undir þriggja ára samning við HK
Valgeir verður áfram í herbúðum HK.
Valgeir verður áfram í herbúðum HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn efnilegi Valgeir Valgeirsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við HK.

Valgeir, sem er fæddur 2002, hefur spilað alls 24 leiki með yngri landsliðum Íslands og spilaði hann 20 leiki í Pepsi Max-deild­inni 2019. Í þeim 20 leikjum skoraði hann þrjú mörk.

Valgeir er kantmaður og vakti hann mikla athygli fyrir frammistöðu sína með nýliðum HK síðasta sumar.

Valgeir fór á reynslu til Bröndby eftir tímabilið í fyrra og fór svo í janúar til AaB í Álaborg og lék æfingaleiki. Hjá AaB var tekið eftir frammistöðu Valgeirs og einhverjir mögulega haldið að Valgeir væri á leið út í atvinnumennsku. Hann ætlar hins vegar að vera áfram í Kópavoginum og þróa þar leik sinn áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner