þri 28. mars 2023 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjóðandi heitur McTominay skoraði tvö gegn Spánverjum - Kovacic hetja Króata
Scott McTominay sjóðandi heitur
Scott McTominay sjóðandi heitur
Mynd: EPA
Mateo Kovacic fagnar öðru marka sinna í kvöld
Mateo Kovacic fagnar öðru marka sinna í kvöld
Mynd: EPA

Skotland byrjar undankeppni EM 2024 af miklum krafti en liðið vann Kýpur 3-0 í fyrsta leiknum í A-riðli á laugardaginn. Scott McTominay miðjumaður Manchester United skoraði tvö mörk þar.


Hann var aftur sjóðandi heitur í kvöld þegar liðið mætti því spænska. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri.

Spánverjar voru allt annað en sáttir eftir tæplega hálftíma leik þegar Andy Robertson bakvörður Skota og Liverpool setti öxlina í andlitið á Pedro Porro leikmanni Tottenham. Þeir vildu sjá Robertson fá rautt spjald en gult varð niðurstaðan.

Skotland 2 - 0 Spánn
1-0 Scott McTominay ('7 )
2-0 Scott McTominay ('51 )

Wales og Króatía eru með fjögur stig eftir tvo leiki en Króatía vann sterkan sigur á Tyrklandi. Mateo Kovacic miðjumaður Chelsea skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik í 2-0 sigri.

Wales er á toppnum eftir að Kiefer Moore tryggði liðinu sigur á Lettlandi. Lettland er án stiga en Tyrkland með þrjú stig.

Sviss og Rúmenía eru í toppmálum í I riðli með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

D-Riðill

Tyrkland 0 - 2 Króatía
0-1 Mateo Kovacic ('20 )
0-2 Mateo Kovacic ('45 )

Wales 1 - 0 Lettland
1-0 Kieffer Moore ('41 )

I-Riðill

Sviss 3 - 0 Ísrael
1-0 Ruben Vargas ('39 )
2-0 Mohamed Amdouni ('48 )
3-0 Silvan Widmer ('52 )

Rúmenía 2 - 1 Belarús
1-0 Nicolae Stanciu ('17 )
2-0 Andrei Andonie Burca ('19 )

Kosóvó 1 - 1 Andorra
1-0 Edon Zhegrova ('59 )
1-1 Albert Rosas ('61 )


Athugasemdir
banner
banner