Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   fös 28. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Átta lið berjast um Evrópusæti
Harry Kane er nálægt því að hampa langþráðum titli.
Harry Kane er nálægt því að hampa langþráðum titli.
Mynd: EPA
Dortmund þarf að sigra alla leikina sem eftir eru til að eiga raunhæfa möguleika á Evrópusæti.
Dortmund þarf að sigra alla leikina sem eftir eru til að eiga raunhæfa möguleika á Evrópusæti.
Mynd: EPA
Það eru ekki nema átta umferðir eftir af þýska deildartímabilinu og fer spennan að magnast.

Ríkjandi meistarar Bayer Leverkusen þurfa sigur á heimavelli gegn Bochum í kvöld og vonast til að topplið FC Bayern misstígi sig á heimavelli gegn nýliðum St. Pauli á morgun.

Leverkusen er sex stigum á eftir Bayern, sem hefur þó verið að misstíga sig að undanförnu.

Evrópubaráttan er gríðarlega jöfn þar sem aðeins tíu stig skilja Mainz í þriðja sæti deildarinnar að frá Borussia Dortmund í ellefta sæti. Það eru því gríðarlega margir Evrópubaráttuslagir framundan á lokahnykk þýska tímabilsins.

Borussia Mönchengladbach mætir RB Leipzig og Eintracht Frankfurt tekur á móti Stuttgart í tveimur mest spennandi leikjum helgarinnar.

Bochum, Heidenheim og Holstein Kiel sitja í fallsætunum og þurfa að skipta um gír til að eiga von um að bjarga sér frá falli.

Föstudagur
19:30 Leverkusen - Bochum

Laugardagur
14:30 Bayern - St. Pauli
14:30 Hoffenheim - Augsburg
14:30 Wolfsburg - Heidenheim
14:30 Gladbach - RB Leipzig
14:30 Holstein Kiel - Werder Bremen
17:30 Eintracht Frankfurt - Stuttgart

Sunnudagur
13:30 Freiburg - Union Berlin
15:30 Dortmund - Mainz
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
14 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
15 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner