,,Já þetta var bara frábært, algjör liðs sigur," sagði kampakátur Magnús Þór Magnússon í lok leiks Aftureldingar og ÍR sem lauk með vítaspyrnukeppni þar sem ÍR-ingar höfðu betur.
Lestu um leikinn: Afturelding 5 - 6 ÍR
,,Leikurinn var í járnum, þeir eiga kannski fyrri hálfleikinn en við stjórnum gjörsamlega seinni hálfleik fannst mér," sagði Magnús.
Magnús fór sjálfur á punktinn og tók 6 spyrnu ÍR og skoraði örugglega og gerði sér svo lítið fyrir og varði næstu spyrnu og henti ÍR-ingum áfram í 16-liða úrslitin.
,,Ég var bara beðinn um þetta og maður gerir bara það sem manni er sagt," sagði Magnús, sem á sér einn óskamótherja.
,,Bara fá KR á heimavelli næst"
Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir





















