Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
banner
   sun 28. júlí 2013 19:45
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var mjög góð frammistaða. Við lentum undir á 3. mínútu, keimlíkt og í Eyjum. Það sem við gerðum betur er að við snérum þessi okkur í hag og hreinsuðum þá skitu," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika eftir 3-1 sigur á ÍBV í kvöld.

Elvar Páll Sigurðsson kom beint inn í byrjunarlið Breiðabliks eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni hjá Tindastóli.

,,Hann spilaði vel í dag. Hann var góður í því sem hann gerði og það er virkilega gott að fá hann þarna inn eins og alla hina."

Ólafur ræddi talsvert við Þorvald Árnason dómara í leikslok. ,,Við Þorvaldur tökum oft spjall eftir leiki og hann er einn af þeim dómurum sem er tilbúinn að ræða hlutina og það er ánægjulegt. Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri og ég spurði hann á móti. Það var álíka," sagði Ólafur sem var þó ekki með púlstölur.

,,Þær eru í reykmettuðum bakherbergjujm hjá Knattspyrnusambandinu þannig að ég hef ekki komist í þær."

Næsti leikur Blika er í Kasakstan á fimmtudag þar sem liðið mætir Aktobe.

,,Það verður spennandi að koma þangað. Ég hef aldrei komið þangað áður og hafði ekki fyrirhugað að fara þangað. Það er fótboltaleikur þarna sem við þurfum að fá góð úrslit í," sagði Ólafur sem hefur kynnt sér Aktobe vel eins og kemur fram í viðtalinu.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner