Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 28. júlí 2013 19:45
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var mjög góð frammistaða. Við lentum undir á 3. mínútu, keimlíkt og í Eyjum. Það sem við gerðum betur er að við snérum þessi okkur í hag og hreinsuðum þá skitu," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika eftir 3-1 sigur á ÍBV í kvöld.

Elvar Páll Sigurðsson kom beint inn í byrjunarlið Breiðabliks eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni hjá Tindastóli.

,,Hann spilaði vel í dag. Hann var góður í því sem hann gerði og það er virkilega gott að fá hann þarna inn eins og alla hina."

Ólafur ræddi talsvert við Þorvald Árnason dómara í leikslok. ,,Við Þorvaldur tökum oft spjall eftir leiki og hann er einn af þeim dómurum sem er tilbúinn að ræða hlutina og það er ánægjulegt. Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri og ég spurði hann á móti. Það var álíka," sagði Ólafur sem var þó ekki með púlstölur.

,,Þær eru í reykmettuðum bakherbergjujm hjá Knattspyrnusambandinu þannig að ég hef ekki komist í þær."

Næsti leikur Blika er í Kasakstan á fimmtudag þar sem liðið mætir Aktobe.

,,Það verður spennandi að koma þangað. Ég hef aldrei komið þangað áður og hafði ekki fyrirhugað að fara þangað. Það er fótboltaleikur þarna sem við þurfum að fá góð úrslit í," sagði Ólafur sem hefur kynnt sér Aktobe vel eins og kemur fram í viðtalinu.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir