Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   lau 28. júlí 2018 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Ómar: Ekki verið mikið lélegra ef ég hefði stillt upp 2. flokksliðinu í dag
Kristján Ómar Björnsson, þjálfari Hauka
Kristján Ómar Björnsson, þjálfari Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Ómar Björnsson, þjálfari Hauka í Inkasso-deildinni, var allt annað en sáttur með frammistöðu liðsins í 2-1 tapinu gegn Magna í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Magni 2 -  1 Haukar

Magni vann sinn þriðja leik á tímabilinu en Haukar voru að tapa áttunda leik sínum í deildinni.

Kristján virkaði mjög yfirvegaður í viðtalinu við Fótbolta.net í dag en lét samt sem áður sína menn heyra það.

„Sumir partar af spilamennskunni voru í lagi en aðrir voru í ólagi og hlutir í sóknarleiknum og varnarleiknum sem voru ekki nógu góðir en samt dálítið erfitt að setja fingur á hvað það var sem gerði það að verkum að úrslitin urðu á þennan veginn," sagði Kristján.

„Þeir skora stórglæsilegt mark og nýta færin sín nokkuð vel en við sýnum ansi mikið getuleysi á vallarhelming andstæðinganna, virkilegt getuleysi."

„Framhaldið er þannig að við erum með bakið upp við vegg og menn sýndu ekki í dag að þeir væru alvöru menn."


Kristján horfði á 2. flokk Hauka vinna Fjölni/Vængina 3-2 fyrir fimm dögum og velti því fyrir sér hvort hann hefði ekki bara átt að spila því liði í dag.

„Við erum það. Þetta var nú þannig að ég velti því fyrir mér hvort þetta hefði verið mikil lélegra ef ég hefði stillt upp 2. flokksliðinu í dag ef ég á að vera hreinskilinn eftir að hafa horft á þá í vikunni spila rosalega vel, þeir hefðu ekki gert verra mót hér í dag," sagði Kristján í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner