mið 28. júlí 2021 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Viðar Ari skoraði og lagði upp
Viðar Ari er að standa sig vel.
Viðar Ari er að standa sig vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson átti stórleik fyrir Sandefjord er liðið fór með sigur af hólmi í frábærum leik gegn Odd í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Viðar hefur að undanförnu spilað á kantinum, en hann getur einnig leyst stöðu hægri bakvarðar mjög vel. Hann lagði upp annað mark Sandefjord í leiknum og skoraði síðan markið sem skildi liðin að snemma í seinni hálfleiknum.

Odd náði að minnka muninn á 88. mínútu en meira var það ekki og lokatölur 3-2 fyrir Sandefjord sem er í níunda sæti deildarinnar. Viðar er greinilega að finna sig vel um þessar mundir; hann var líka á skotskónum í norska bikarnum um síðustu helgi.

Hin tvö Íslendingaliðin sem voru í eldlínunni í Noregi í kvöld, þau þurftu að sætta sig við tap.

Ari Leifsson spilaði í vörninni hjá Stromsgödset sem tapaði fyrir Haugesund, 2-1. Valdimar Þór Ingimundarson var ekki með Stromsgödset. Þá kom Emil Pálsson inn á eftir rúmlega klukkutíma leik í 2-0 tapi Sarpsborg gegn Lilleström á útivelli.

Stromsgödset er í áttunda sæti og Sarpsborg í tólfta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner