þri 28. september 2021 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Haaland er í einu besta liði heims í dag"
Mynd: Getty Images
Erling Haaland framherji Dortmund í Þýskalandi er einn besti, ef ekki besti framherjinn í knattspyrnuheiminum í dag.

Hann hefur lengi verið orðaður við stærstu félög heims en hvað mest við Real Madrid að undanförnu.

Hans-Joachim Watzke framkvæmdarstjóri Dortmund var í viðtali í þýska sjónvarpinu þar sem hann talaði um Haaland og allan orðróminn.

„Það er ekki ákveðið hvort hann fari næsta sumar eða ekki, við sjáum til. Hann er sjálfstæður og einhverntíman mun hann spila fyrir eitt besta lið heims, hann er nú þegar að spila fyrir eitt besta lið heims. Ég veit að hann laðast að Real Madrid," sagði Hans-Joachim.

„Boltinn er í hans höndum, ég á í góðu sambandi við Mino Riola (umboðsmaður Haaland), það er ekki rétt að hann hugsi bara um peninga, hann hugsar líka um hvað er best fyrir leikmanninn."
Athugasemdir
banner
banner
banner