Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 28. september 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter: Við erum ánægðir með stigið
Brighton missti af tækifæri að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær er liðið gerði jafntefli í dramatískum leik gegn Crystal Palace í gær.

Palace komst yfir með marki Zaha úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Neal Maupay jafnaði metin með glæsilegu marki á síðustu sekúndum leiksins.

Graham Potter stjóri liðsins tók stiginu fagnandi.

„Það er erfitt að koma hingað. Við erum ánægðir með stigið. Við getum gert betur, við vorum langt frá því fullkomnir en við áttum eitthvað skilið úr þessum leik. Þegar öllu er á botnin hvolft skiptir engu máli hvernig þú spilar, úrslitin skipta öllu máli. Við vitum að við getum gert betur og það er spennandi."
Athugasemdir
banner
banner