Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fim 28. september 2023 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH heimsóttu nýkrýnda Íslandsmeistara Víkins á heimavelli hamingjunnar í kvöld þegar 3.umferð efri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir í fyrri hálfleik en misstu svo leikinn undir loks síðari hálfleiks einum manni færri.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Vonbrigði að tapa leiknum. Við þurftum ekki að tapa honum." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Ég gef mönnum að þeir skildu allt eftir á vellinum og komust sanngjarnt yfir og spiluðu vel á löngum köflum í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik þá missum við mann af velli og við erum á erfiðasta útivelli landsins og þeir eru góðir að fylla teiginn í fyrirgjöfum og við gleymdum okkur tvisvar og fengum á okkur tvö mörk og töpuðum leiknum." 

FH misstu Ástbjörn útaf með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks þegar hann fékk tvö gul og þar með rautt á þriggja mínútna kafla og stuttu síðar fékk Kjartan Henry gult spjald fyrir að sparka boltanum burt eftir að hafa verið flaggaður rangstæður en Heimir hafði þó ekki áhyggjur af því að hausinn væri að fara.

„Kjartan Henry er klókur og ég hef engar áhyggjur af honum. En ef þú tekur sumarið í sumar með Kjartan Henry þá er þetta náttúrulega bara orðin einhver vitleysa; ég meina það er gengið í skrokk á honum leik eftir leik og hann fær einstaka sinnum aukaspyrnu. Svo má hann ekki pípa á menn þá er dæmd aukaspyrna á hann. Þetta er búið að ganga svona núna í allt sumar og bara alveg ótrúlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa fjallað um þetta og ótrúlegt að það skuli ekki hafa verið tekið á þessu." 

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner