Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
   fim 28. september 2023 23:18
Kári Snorrason
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fékk Fylki í heimsókn fyrr í kvöld, HK var manni fleiri frá 6. mínútu en nýttu sér það ekki nægilega vel og enduðu leikar 2-2. Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

„Auðvitað getum við ekki verið sáttir að ná ekki að sigra þegar við erum manni fleiri í allan þennan tíma. Annað skiptið sem það gerist í sumar og það er eitthvað sem við verðum að ná betri tökum á."

HK hefur oft tapað niður forystu í sumar

„Við höfum verið að ræða það okkar á milli hvað veldur því. Því miður höfum við sem heild ekki fundið lausnina á því. Þrátt fyrir mörg samtöl um það, ég er nokkuð sannfærður um að það hefði gerst sjaldnar ef lausnin væri komin."

„Við ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í með frammistöðunni síðustu helgi. Við ætluðum að skrá okkur úr henni núna. Við verðum að mæta klárir á sunnudaginn og standa við samtöl okkar um að taka ekki lengur þátt í henni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner