Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fim 28. september 2023 15:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma sendi fyrirspurn vegna Alberts
Fyrr í þessum mánuði var fjallað um áhuga Napoli og Inter á Alberti Guðmundssyni. Albert er leikmaður Genoa, átti gott tímabil í ítölsku B-deildinni í fyrra og fylgjast stóru liðin á Ítalíu með honum þessa mánuðina.

Samkvæmt heimildum Calciomercato þá sendi Tiago Pinto, framkvæmdastjóri Roma, fyrirspurn til Genoa varðandi Albert. Genoa er sagt vilja fá 8-10 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.

Í greininni er fjallað um að Napoli hafi einnig áhuga en að ólíklegt sé að Albert fari í janúar.

Það er skemmtileg tímasetning á þessum fréttaflutningi því Genoa og Roma mætast einmitt í kvöld. Leikurinn er settur upp í sumum fjölmiðlum sem bardagi milli Guðmundssonar og Dybala en Paulo Dybala er mest skapandi leikmaður Roma. Dybala hefur vinninginn í markaskorun en Reykvíkingurinn hefur átt miklu meiri spretti með boltann.

„Við verðum að vera með einbeitinguna fullkomlega í lagi, vera nálægt þeim. Við munum mæta mjög sterku liði. Við hins vegar erum að fara spila á heimavelli og það þarf að vera okkar vígi. Við þurfum að vera sterkir heima og andstæðingar verða að vera hræddir að koma hingað," sagði Albert m.a. við Il Scolo XIX.

Leikurinn er liður í 6. umferð Seríu A. Útsending frá leiknum hefst klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 2.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner