Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 28. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Segja liðsfélaga Hákonar á leið til Inter
Mynd: EPA
Portúgalski varnarmaðurinn Tiago Djaló er að ganga til liðs við Inter á Ítalíu, en þetta kemur fram á Fcinter1908

Djaló, sem er 23 ára gamall, er á mála hjá Lille í Frakklandi, en verður samningslaus eftir þessa leiktíð.

Inter hefur verið í sambandi við föruneyti Djaló og er talið afar líklegt að hann sé á leið til Ítalíu.

Hann kæmi á frjálsri sölu næsta sumar og er allt klappað og klárt samkvæmt Fcinter1908, sérstakri stuðningsmanna síðu félagsins.

Djaló hefur spilað vel með Lille undanfarin ár og er liðsfélagi Skagamannsins Hákonar Arnar Haraldssonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner