Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. janúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Augustinsson spilar ekki aftur fyrir Villa - Fer til Spánar
Augustinsson á tvö mörk í 50 landsleikjum með Svíþjóð.
Augustinsson á tvö mörk í 50 landsleikjum með Svíþjóð.
Mynd: EPA

Sænski bakvörðurinn Ludwig Augustinsson hefur fengið lítinn spiltíma á láni hjá Aston Villa á fyrri hluta leiktíðar.


Hann er samningsbundinn Sevilla og hefur spænska félagið ákveðið að endurkalla hann til baka frá Aston Villa til að senda hann á nýjan áfangastað.

Þrátt fyrir slæmt gengi á fyrri hluta tímabils telur þjálfarateymi Sevilla sig ekki hafa not fyrir Augustinsson. Hann mun þess í stað fara til Mallorca á lánssamningi.

Mallorca er að eiga flott tímabil og situr um miðja deild sem stendur.

Augustinsson er 28 ára gamall og er samningsbundinn Sevilla til 2025. Spænska félagið keypti hann frá Werder Bremen í fyrra. 


Athugasemdir
banner
banner
banner