Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 29. janúar 2023 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli hafði betur gegn sprækum Rómverjum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Napoli virðist vera óstöðvandi um þessar mundir og er með 13 stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar eftir sigur í hörkuslag gegn AS Roma.


Rómverjar mættu grimmir til leiks og pressuðu hátt upp völlinn en það var Victor Osimhen sem tók forystuna fyrir heimamenn eftir flottan undirbúning frá Georgíumanninum öfluga Khvicha Kvaratskhelia.

Napoli leiddi eftir þokkalega jafnan og skemmtilegan fyrri hálfleik en Stephan El Shaarawy jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu.

Giovanni Simeone og Giacomo Raspadori var skipt inn um leið og Rómverjar gerðu jöfnunarmarkið sitt og tíu mínútum síðar var Simeone búinn að skora glæsilegt mark með góðu skoti við vítateigslínuna.

Rómverjum tókst ekki að skapa mikla hættu á jöfnunarmarki þrátt fyrir mikinn vilja og niðurstaðan 2-1 sigur Napoli. Það virðist ekkert geta stöðvað félagið frá því að tryggja sér sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil síðan Diego Armando Maradona var hjá félaginu.

Roma er í sjötta sæti eftir tapið, þó aðeins þremur stigum frá Inter sem situr í öðru sætinu.

Napoli 2 - 1 Roma
1-0 Victor Osimhen ('17)
1-1 Stephan El Shaarawy ('75)
2-1 Giovanni Simeone ('86)

Í fyrri leik kvöldsins áttust Lazio og Fiorentina við í spennandi og jöfnum slag þar sem miðvörðurinn Nicoló Casale tók forystuna fyrir heimamenn í Lazio snemma leiks.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og einkenndist af mikilli baráttu en gestirnir frá Flórens voru sterkari aðilinn í líflegum síðari hálfleik. 

Nicolas Gonzalez skoraði glæsilegt mark í upphafi síðari hálfleiks og komst Fiorentina nokkrum sinnum nálægt því að taka forystuna en boltinn rataði ekki í netið. 

Heimamenn fengu einnig sín færi en hvorugu liði tókst að skora og lokatölur 1-1.

Lazio er í þriðja sæti deildarinnar, fimmtán stigum eftir toppliði Napoli. Fiorentina hefur ekki verið að standast væntingar og er um miðja deild.

Lazio 1 - 1 Fiorentina
1-0 Nicolo Casale ('8)
1-1 Nico Gonzalez ('49)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
4 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
5 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 19 5 7 7 20 23 -3 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Cagliari 19 4 7 8 21 27 -6 19
16 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
17 Genoa 19 3 7 9 19 29 -10 16
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner