„Þetta fór mjög illa og það sem ég hef áhyggjur af er að hugrekki manna sé ekki meira en þetta," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir slæmt tap gegn Stjörnunni í kvöld. Frammistaða Víkinga var arfaslök í leiknum.
„Við sjáum öll teikn á lofti um að menn séu skíthræddir og ætli ekki að taka ábyrgð eða ákvörðun. Það kemur í ljós í fyrstu sendingunum, það er sending til baka sem er lélegt, næsta sending er léleg og svo kemur léleg sending á markvörðinn. Hann er með lélega sendingu fram völlinn, niðurstaðan er mark."
„Við sjáum öll teikn á lofti um að menn séu skíthræddir og ætli ekki að taka ábyrgð eða ákvörðun. Það kemur í ljós í fyrstu sendingunum, það er sending til baka sem er lélegt, næsta sending er léleg og svo kemur léleg sending á markvörðinn. Hann er með lélega sendingu fram völlinn, niðurstaðan er mark."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 4 Stjarnan
„Þetta er í hnotskurn það sem var og það sem veldur mér áhyggjum er að menn skuli ekki belgjast út við mótlætið."
Víkingur hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Val og Stjörnunni. Sölvi Geir Ottesen fór meiddur af velli gegn Val eftir 10 mínútur og missti af þessum leik. „Við höfum spilað leiki án Sölva sem að liðið stóð sig virkilega vel í og spilaði góða vörn. Kjarkurinn brestur í upphafi og það held ég að sé alvarlegasti hluturinn."
„Það þarf að reyna að telja mönnum um trú um að þeir séu betri en þeir voru að sýna í dag," sagði Logi um það sem gerast þarf næstu daga.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Logi um Sölva Geir og meiðsl hans, sem og Geoffrey Castillion sem spilaði sinn fyrsta leik eftir að hann kom aftur til Víkings frá FH.
Athugasemdir