Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
   sun 29. júlí 2018 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Logi: Hef áhyggjur að hugrekkið sé ekki meira en þetta
Logi Ólafsson. Hann segir að hugrekki hafi skort í leik sinna manna í kvöld.
Logi Ólafsson. Hann segir að hugrekki hafi skort í leik sinna manna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta fór mjög illa og það sem ég hef áhyggjur af er að hugrekki manna sé ekki meira en þetta," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir slæmt tap gegn Stjörnunni í kvöld. Frammistaða Víkinga var arfaslök í leiknum.

„Við sjáum öll teikn á lofti um að menn séu skíthræddir og ætli ekki að taka ábyrgð eða ákvörðun. Það kemur í ljós í fyrstu sendingunum, það er sending til baka sem er lélegt, næsta sending er léleg og svo kemur léleg sending á markvörðinn. Hann er með lélega sendingu fram völlinn, niðurstaðan er mark."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  4 Stjarnan

„Þetta er í hnotskurn það sem var og það sem veldur mér áhyggjum er að menn skuli ekki belgjast út við mótlætið."

Víkingur hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Val og Stjörnunni. Sölvi Geir Ottesen fór meiddur af velli gegn Val eftir 10 mínútur og missti af þessum leik. „Við höfum spilað leiki án Sölva sem að liðið stóð sig virkilega vel í og spilaði góða vörn. Kjarkurinn brestur í upphafi og það held ég að sé alvarlegasti hluturinn."

„Það þarf að reyna að telja mönnum um trú um að þeir séu betri en þeir voru að sýna í dag," sagði Logi um það sem gerast þarf næstu daga.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Logi um Sölva Geir og meiðsl hans, sem og Geoffrey Castillion sem spilaði sinn fyrsta leik eftir að hann kom aftur til Víkings frá FH.
Athugasemdir
banner
banner