Það er sannkallaður stórleikur í 2. deild karla síðar í þessari viku þegar Selfoss tekur á móti Víkingi Ólafsvík. Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar en það munar sex stigum á þeim.
Víkingar verða án lykilmanns í leiknum því Gary Martin má ekki spila. Hann er í láni hjá Víkingi frá Selfossi.
Víkingar verða án lykilmanns í leiknum því Gary Martin má ekki spila. Hann er í láni hjá Víkingi frá Selfossi.
Brynjar Kristmundsson, þjálfari Ólsara, staðfesti þetta í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
„Hann má ekki spila," sagði Brynjar.
Gary hefur lengi spilað á Íslandi, en hann er litríkur karakter. Brynjar hefur gaman að því að vinna með Englendingnum hressa.
„Gary er litríkur og fyrir mig sem ungan þjálfara er þetta þvílík reynsla. Ég reyni alltaf að læra eitthvað af öllum og ég hef lært helling á því að vera þjálfari hans. Hingað til hefur hann verið flottur, hann er með fjögur mörk en ég held að hann sé með átta eða níu stoðsendingar og hann tekur mikið til sín. Hann hefur staðið sig virkilega vel og er flottur inn í klefanum þegar hann kemur. Hann er ekki með okkur alla daga vikunnar þar sem hann er að vinna á Selfossi," segir Brynjar.
„Hann setur mikinn 'standard' sem við þurfum á að halda. Ef við ætlum að ná einhverjum árangri þá megum við ekki vera smeykir við það að stór karakter sé að láta heyra í sér. Við erum alveg með fleiri stóra karaktera. Luke Williams er það til dæmis. Þeir eru flottir saman í Pokemon Go fyrir vestan, eða eitthvað að gaufast. Fyrir mig sem ungan þjálfara er þetta geðveikt."
Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir