- Ísland vann Ungverjaland 4-1 í kvöld.
„ Ánægð með seinni hálfleik, fyrri hálfleikur, byrjuðum vel en svo eitthvernvegin dettum við niður á allt of lágt bara level að mínu mati, eitthvað sem við eigum ekki að vera á.'' Segir Glódís Perla Viggósdóttir annar miðvarða Íslenska kvennalandsliðsins eftir 4-1 sigur í kvöld á Ungverjum.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 1 Ungverjaland
„ Svo komum við inn í seinni hálfleik og alveg rúllum yfir þær að mínu mati og spilum alveg mjög vel og skorum fjögur flott mörk.''
„ Ég held að við höfum bara svolítið, já eins og ég segi bara farið að flækja hlutina í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að virka fram að fyrsta markinu.''
Næsti leikur hjá stelpunum er á Mánudaginn og býst Glódís við hörkuleik þá.
„ já klárlega við erum að fara spila aftur hörkuleik á Mánudaginn og nú er bara að setja þennan leik á bak við okkur og byrja strax að fókusa á næsta, það eru önnur þrjú stig sem við ætlum að taka.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir






















