Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   fim 29. ágúst 2024 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Halli Hróðmars: Erum við ekki alveg þar, að vera berjast um sæti í efstu deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur, skemmtilegur leikur. Bara tvö lið sem að ætluðu sér að taka 3 stig. Ég held þetta hafi bara verið góð skemmtun fyrir áhorfendur. Við byrjum náttúrulega frábærlega og skorum, missum svo Ármann af velli sem riðlar aðeins okkar sóknarleik. Jöfnunarmarkið var mjög verðskuldað hjá þeim, en svo fannst mér við missa smá tök á leiknum. Í síðari hálfleik fannst mér við bara mjög öflugir og spilum feikna vel og áttum að minnsta kosti annað stigið skilið, en ég hefði viljað ná í þrjú."


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þróttur R.

Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Þrótt í kvöld. Ármann Ingi Finnbogason skoraði fyrsta mark leiksins en þurfti svo fljótlega þar á eftir að fara af velli meiddur.

„Smá aftan í læri eitthvað. Ekkert stórvægilegt held ég en svona nóg til þess að vera ekki að böðla honum út."

Grindavík er í 8. sæti deildarinnar og eru 6 stigum á eftir umspilssæti þegar 2 leikir eru eftir. Það er því verulega litlar líkur á að Grindavík geti náð því á þessu tímabili.

„Já, það er náttúrulega það sama með Þróttarana. Fyrir bæði lið hefðu 3 stig gefið okkur smá glætu, sem hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. En svona úr því sem komið var og miðað við hvernig tímabilið hefur spilast þá erum við ekki alveg þar, að vera berjast um sæti í efstu deild."

Með tvo leiki eftir hefur Grindavík ekkert að spila fyrir þar sem þeir geta ekki fallið og þurfa kraftaverk til að ná umspils sæti. Haraldur segir þó að komandi leikir séu mikilvægir fyrir framtíðina hjá Grindavík.

„Við erum bara að hugsa til aðeins lengri tíma en það. Við erum að byggja upp ansi sterkt lið að mínu mati, við gætum orðið mjög góðir þegar fram líða stundir. Leikmannahópurinn, stjórnin og ég erum allir gíraðir á það, að halda áfram að byggja. Það er þekkt að ef að lið standa sig illa í lok móts, að þá fer það oft inn í veturinn og inn í næsta tímabil. Þannig við ætlum bara að klára þetta eins og menn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner