Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   fim 29. ágúst 2024 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Halli Hróðmars: Erum við ekki alveg þar, að vera berjast um sæti í efstu deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur, skemmtilegur leikur. Bara tvö lið sem að ætluðu sér að taka 3 stig. Ég held þetta hafi bara verið góð skemmtun fyrir áhorfendur. Við byrjum náttúrulega frábærlega og skorum, missum svo Ármann af velli sem riðlar aðeins okkar sóknarleik. Jöfnunarmarkið var mjög verðskuldað hjá þeim, en svo fannst mér við missa smá tök á leiknum. Í síðari hálfleik fannst mér við bara mjög öflugir og spilum feikna vel og áttum að minnsta kosti annað stigið skilið, en ég hefði viljað ná í þrjú."


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þróttur R.

Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Þrótt í kvöld. Ármann Ingi Finnbogason skoraði fyrsta mark leiksins en þurfti svo fljótlega þar á eftir að fara af velli meiddur.

„Smá aftan í læri eitthvað. Ekkert stórvægilegt held ég en svona nóg til þess að vera ekki að böðla honum út."

Grindavík er í 8. sæti deildarinnar og eru 6 stigum á eftir umspilssæti þegar 2 leikir eru eftir. Það er því verulega litlar líkur á að Grindavík geti náð því á þessu tímabili.

„Já, það er náttúrulega það sama með Þróttarana. Fyrir bæði lið hefðu 3 stig gefið okkur smá glætu, sem hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. En svona úr því sem komið var og miðað við hvernig tímabilið hefur spilast þá erum við ekki alveg þar, að vera berjast um sæti í efstu deild."

Með tvo leiki eftir hefur Grindavík ekkert að spila fyrir þar sem þeir geta ekki fallið og þurfa kraftaverk til að ná umspils sæti. Haraldur segir þó að komandi leikir séu mikilvægir fyrir framtíðina hjá Grindavík.

„Við erum bara að hugsa til aðeins lengri tíma en það. Við erum að byggja upp ansi sterkt lið að mínu mati, við gætum orðið mjög góðir þegar fram líða stundir. Leikmannahópurinn, stjórnin og ég erum allir gíraðir á það, að halda áfram að byggja. Það er þekkt að ef að lið standa sig illa í lok móts, að þá fer það oft inn í veturinn og inn í næsta tímabil. Þannig við ætlum bara að klára þetta eins og menn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner