Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fim 29. ágúst 2024 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Halli Hróðmars: Erum við ekki alveg þar, að vera berjast um sæti í efstu deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur, skemmtilegur leikur. Bara tvö lið sem að ætluðu sér að taka 3 stig. Ég held þetta hafi bara verið góð skemmtun fyrir áhorfendur. Við byrjum náttúrulega frábærlega og skorum, missum svo Ármann af velli sem riðlar aðeins okkar sóknarleik. Jöfnunarmarkið var mjög verðskuldað hjá þeim, en svo fannst mér við missa smá tök á leiknum. Í síðari hálfleik fannst mér við bara mjög öflugir og spilum feikna vel og áttum að minnsta kosti annað stigið skilið, en ég hefði viljað ná í þrjú."


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þróttur R.

Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Þrótt í kvöld. Ármann Ingi Finnbogason skoraði fyrsta mark leiksins en þurfti svo fljótlega þar á eftir að fara af velli meiddur.

„Smá aftan í læri eitthvað. Ekkert stórvægilegt held ég en svona nóg til þess að vera ekki að böðla honum út."

Grindavík er í 8. sæti deildarinnar og eru 6 stigum á eftir umspilssæti þegar 2 leikir eru eftir. Það er því verulega litlar líkur á að Grindavík geti náð því á þessu tímabili.

„Já, það er náttúrulega það sama með Þróttarana. Fyrir bæði lið hefðu 3 stig gefið okkur smá glætu, sem hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. En svona úr því sem komið var og miðað við hvernig tímabilið hefur spilast þá erum við ekki alveg þar, að vera berjast um sæti í efstu deild."

Með tvo leiki eftir hefur Grindavík ekkert að spila fyrir þar sem þeir geta ekki fallið og þurfa kraftaverk til að ná umspils sæti. Haraldur segir þó að komandi leikir séu mikilvægir fyrir framtíðina hjá Grindavík.

„Við erum bara að hugsa til aðeins lengri tíma en það. Við erum að byggja upp ansi sterkt lið að mínu mati, við gætum orðið mjög góðir þegar fram líða stundir. Leikmannahópurinn, stjórnin og ég erum allir gíraðir á það, að halda áfram að byggja. Það er þekkt að ef að lið standa sig illa í lok móts, að þá fer það oft inn í veturinn og inn í næsta tímabil. Þannig við ætlum bara að klára þetta eins og menn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner