Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fim 29. ágúst 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Venni: Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta möguleiki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við Þróttarar vera líklegri til að hirða öll 3 stigin. Við sýndum mikinn vilja til að ná í, og berjast fyrir þeim. Pressan var mikil og menn lögðu mikið á sig. En því miður bara dugði það ekki."


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þróttur R.

Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Grindavík í kvöld. Þróttarar hefðu verið komnir ansi nálægt umspils sæti hefðu þeir unnið í kvöld en í staðin eru þeir 4 stigum frá því þegar tveir leikir eru eftir.

„Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta ennþá einhverskonar möguleiki og á meðan svo er þá erum við bara gíraðir í að reyna hnoða okkur upp töfluna. Auðvitað bara að reyna ná í sem flest stig, svekkjandi að ná ekki í 3 stig í dag eins og við ætluðum okkur að gera. En þá tökum við bara næstu helgi."

Þrótturum var ekki spáð neitt frábæru gengi fyrir tímabil en ef þeim skildi takast það að komast upp í umspils sæti væri þetta tímabil fram úr öllum væntingum fyrir liðið.

„Þetta snýst náttúrulega um að bæta sig og verða betri. Mér finnst liðið hafa vaxið, við erum komnir með fleiri stig nú þegar heldur en í fyrra og ennþá tvær vikur eftir. Okkur hefur tekist að 'balansera' okkur aðeins meira, þetta er ekki eins miklar sprengjur. Við höfum skorað miku minna heldur en í fyrra en við höfum líka fengið á okkur miklu færri mörk. Þannig þetta er svona stöðugara og heilsteyptara lið held ég. Sem er bara í takt við það að þessir strákar hafa elst um eitt ár og þroskast. Hvernig sem þetta fer nú með þetta umspil þá er þetta allavega skref í rétta átt og þá ríður á að fara bara að hlaða strax í næstu skref."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner