Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   fim 29. ágúst 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Venni: Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta möguleiki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við Þróttarar vera líklegri til að hirða öll 3 stigin. Við sýndum mikinn vilja til að ná í, og berjast fyrir þeim. Pressan var mikil og menn lögðu mikið á sig. En því miður bara dugði það ekki."


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þróttur R.

Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Grindavík í kvöld. Þróttarar hefðu verið komnir ansi nálægt umspils sæti hefðu þeir unnið í kvöld en í staðin eru þeir 4 stigum frá því þegar tveir leikir eru eftir.

„Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta ennþá einhverskonar möguleiki og á meðan svo er þá erum við bara gíraðir í að reyna hnoða okkur upp töfluna. Auðvitað bara að reyna ná í sem flest stig, svekkjandi að ná ekki í 3 stig í dag eins og við ætluðum okkur að gera. En þá tökum við bara næstu helgi."

Þrótturum var ekki spáð neitt frábæru gengi fyrir tímabil en ef þeim skildi takast það að komast upp í umspils sæti væri þetta tímabil fram úr öllum væntingum fyrir liðið.

„Þetta snýst náttúrulega um að bæta sig og verða betri. Mér finnst liðið hafa vaxið, við erum komnir með fleiri stig nú þegar heldur en í fyrra og ennþá tvær vikur eftir. Okkur hefur tekist að 'balansera' okkur aðeins meira, þetta er ekki eins miklar sprengjur. Við höfum skorað miku minna heldur en í fyrra en við höfum líka fengið á okkur miklu færri mörk. Þannig þetta er svona stöðugara og heilsteyptara lið held ég. Sem er bara í takt við það að þessir strákar hafa elst um eitt ár og þroskast. Hvernig sem þetta fer nú með þetta umspil þá er þetta allavega skref í rétta átt og þá ríður á að fara bara að hlaða strax í næstu skref."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner