Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
banner
   fim 29. ágúst 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Venni: Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta möguleiki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við Þróttarar vera líklegri til að hirða öll 3 stigin. Við sýndum mikinn vilja til að ná í, og berjast fyrir þeim. Pressan var mikil og menn lögðu mikið á sig. En því miður bara dugði það ekki."


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þróttur R.

Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Grindavík í kvöld. Þróttarar hefðu verið komnir ansi nálægt umspils sæti hefðu þeir unnið í kvöld en í staðin eru þeir 4 stigum frá því þegar tveir leikir eru eftir.

„Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta ennþá einhverskonar möguleiki og á meðan svo er þá erum við bara gíraðir í að reyna hnoða okkur upp töfluna. Auðvitað bara að reyna ná í sem flest stig, svekkjandi að ná ekki í 3 stig í dag eins og við ætluðum okkur að gera. En þá tökum við bara næstu helgi."

Þrótturum var ekki spáð neitt frábæru gengi fyrir tímabil en ef þeim skildi takast það að komast upp í umspils sæti væri þetta tímabil fram úr öllum væntingum fyrir liðið.

„Þetta snýst náttúrulega um að bæta sig og verða betri. Mér finnst liðið hafa vaxið, við erum komnir með fleiri stig nú þegar heldur en í fyrra og ennþá tvær vikur eftir. Okkur hefur tekist að 'balansera' okkur aðeins meira, þetta er ekki eins miklar sprengjur. Við höfum skorað miku minna heldur en í fyrra en við höfum líka fengið á okkur miklu færri mörk. Þannig þetta er svona stöðugara og heilsteyptara lið held ég. Sem er bara í takt við það að þessir strákar hafa elst um eitt ár og þroskast. Hvernig sem þetta fer nú með þetta umspil þá er þetta allavega skref í rétta átt og þá ríður á að fara bara að hlaða strax í næstu skref."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner