Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Höskuldur: Fannst þeir ofaná í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
   fim 29. september 2022 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar elskar bikarkeppnir: Goðsagnir sem hafa náð þessu
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarleg eftirvænting. Við erum búnir að vera þarna oft síðustu ár en þetta er alltaf jafngaman," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um bikarúrslitaleikinn sem er framundan er á laugardaginn.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Víkingar fara inn í þennan úrslitaleik, en þeir eru búnir að vinna Mjólkurbikarinn núna tvisvar í röð.

„Þetta er einn stærsti leikur ársins. Við erum að spila við stórt félag með mikla sigurhefð og sögu. Þeir eru með frábæra leikmenn og ég held að þetta mjög skemmtilegur leikur."

Er Arnar orðinn vanur því að fara í bikarúrslitin?

„Ég var að rifja það upp í morgun að ég er alinn upp við mikla bikarhefð og stemningu. Þegar ég var lítill gutti að horfa á fótbolta þá var úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni eini leikurinn sem var sýndur beint á hverju ári. Skaginn var mitt lið og þeir voru bikarmeistarar 82, 83, 84 og 86. Ég fór á alla leikina. Þetta er í mínu blóði, ég elska þessar bikarkeppnir. Það smitast vonandi í Víkingana," segir Arnar.

Þessi lið mættust 2019 og þá höfðu Víkingar betur í hörkuleik. Arnar vonast til þess að feta í fótspor goðsagna í íslenskum fótbolta.

„Að vera hluti af liði sem gæti unnið þrjá bikarmeistaratitla í röð, þá komumst við í sögubækurnar. Það þarf enga meiri hvatningu í það. Það hefur gerst áður (að lið vinni bikarinn þrisvar í röð). Minn gamli þjálfari og lærimeistari, Gaui Þórðar, tókst það held ég fjögur ár í röð með tveimur mismunandi liðum. Það er ótrúlegur árangur. Ég held að Ingi Björn Alberts hafi líka gert þetta með Val. Það eru goðsagnir sem hafa náð þessu og ég vil vera í þeim hópi, klárlega."

Guðjón Þórðarson vann keppnina í fjögur ár í röð með bæði ÍA og KR og Inga Birni tókst það þrjú ár í röð sem þjálfari Vals.

Arnar segir að staðan á leikmannahópnum sé góð en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner