Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. september 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Coady: Ekki erfið ákvörðun að yfirgefa Liverpool
Mynd: EPA

Conor Coady er á láni hjá Everton frá Wolves en það vakti mikla athygli þegar hann ákvað að fara til Everton. Hann er nefninlega uppalinn í Liverpool.


Coady var á mála hjá Liverpool frá 2005-2014 en hann var í aðalliðs hópnum frá 2011. Hann lék þó aðeins tvo leiki fyrir félagið.

Hann var á láni hjá Sheffield United tímabilið 2013/14 þar sem hann spilaði 50 leiki í öllum keppnum. Það gerði það að verkum að það var auðveld ákvörðun að yfirgefa uppeldisfélagið.

„Ég ætla vera hreinskilinn, ég hef sagt þetta oft við alla sem hafa spurt. Þetta var ekki erfið ákvörðun. Fólk var alveg „Þetta hlítur að hafa verið erfitt því þú ert búinn að vera þar allt þitt líf." Ég hafði góða reynslu af því að fara till Sheff Utd þar sem ég var að berjast fyrir sæti mínu í hverri viku," sagði Coady.

Huddersfield keypti hann frá Liverpool þar sem hann lék eitt tímabil áður en hann fór til Wolves þar sem hann sló í gegn.


Athugasemdir
banner
banner
banner