Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fös 29. september 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta mætir góðum vini sínum - „Þekkjum hvorn annan mjög vel"
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
„Við þekkjum hvorn annan mjög vel," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fyrir leikinn gegn Bournemouth um helgina.

Í hinum boðvangnum verður æskuvinur hans, Andoni Iraola.

Iraola tók við Bournemouth í sumar en hann og Arteta ólust upp saman á Spáni.

„Við spiluðum saman og nutum þeirra forréttinda að alast upp á sama svæði. Við fengum okkar menntun þar. Það er ákveðin fegurð fólgin í því að við séum báðir núna að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni."

„Iraola var betri fótboltamaður en allir aðrir þegar horft er í tæknilega þáttinn. Hann var kantmaður og svo breyttist hann í bakvörð þegar hann varð eldri. Hann var drauma nútímabakvörður fyrir hvaða stjóra sem er í dag."

Það verður áhugavert að sjá hvernig fer í baráttu þessara gömlu vina en Arsenal er fyrirfram mun líklegri aðilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner