Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fös 29. september 2023 00:16
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Haraldur Freyr: Sorglegt
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík mætti Fram í þriðju umferð Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu fyrr í kvöld. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir Keflavík því ljóst var að með tapi félli liðið formlega um deild. Það varð síðan raunin eftir 3-1 tap og ljóst að Keflavík spilar ekki í deild þeirra bestu næsta sumar.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

Fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði, vonbrigði með leikinn og sorglegt að vera fallnir niður um deild. Að mínu viti finnst mér að Keflavík eigi alltaf að vera með lið í efstu deild“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. 

Það er lengi búið að liggja í loftinu að Keflavík skildi falla og langt síðan fólk fór að fella liðið. Aðspurður hvernig það er að taka því og fá liðið til að halda áfram segir hann:

Fólk getur dæmt okkur niður eins og þau vilja en þetta er búið að vera þannig tímbil að við höfum verið neðstir eiginlega frá byrjun þannig að við höfum alltaf verið að elta og hangið inn í þessu. Það er í raun og veru ótrúlegt að lið sem að vinna tvo knattspyrnuleiki sé enn þá inn í myndinni að halda sér uppi en staðreyndin er tap í dag og fall um deild, það er bara eins og það er.

Haraldur var síðan spurður hvað það var sem klikkaði hjá liðinu í sumar en hann var ekki að flækja það:

Við eigum eftir að fara yfir það en stutta svarið er að við vinnum ekki nóg og marga fótboltaleiki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir