Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   fös 29. september 2023 00:16
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Haraldur Freyr: Sorglegt
watermark Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík mætti Fram í þriðju umferð Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu fyrr í kvöld. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir Keflavík því ljóst var að með tapi félli liðið formlega um deild. Það varð síðan raunin eftir 3-1 tap og ljóst að Keflavík spilar ekki í deild þeirra bestu næsta sumar.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

Fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði, vonbrigði með leikinn og sorglegt að vera fallnir niður um deild. Að mínu viti finnst mér að Keflavík eigi alltaf að vera með lið í efstu deild“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. 

Það er lengi búið að liggja í loftinu að Keflavík skildi falla og langt síðan fólk fór að fella liðið. Aðspurður hvernig það er að taka því og fá liðið til að halda áfram segir hann:

Fólk getur dæmt okkur niður eins og þau vilja en þetta er búið að vera þannig tímbil að við höfum verið neðstir eiginlega frá byrjun þannig að við höfum alltaf verið að elta og hangið inn í þessu. Það er í raun og veru ótrúlegt að lið sem að vinna tvo knattspyrnuleiki sé enn þá inn í myndinni að halda sér uppi en staðreyndin er tap í dag og fall um deild, það er bara eins og það er.

Haraldur var síðan spurður hvað það var sem klikkaði hjá liðinu í sumar en hann var ekki að flækja það:

Við eigum eftir að fara yfir það en stutta svarið er að við vinnum ekki nóg og marga fótboltaleiki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner