Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   fös 29. september 2023 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Yamal og Ramos mætast: Hittust fyrst 2016
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Lamine Yamal er talinn einn besti leikmaður heims í sínum aldursflokki og er byrjaður að spila fyrir A-landslið Spánar og aðallið Barcelona þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 16 ára.


Yamal er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Sevilla í stórleik í spænsku deildinni sem er í gangi þessa stundina og er Sergio Ramos í byrjunarliði gestanna.

Yamal er yngsti leikmaður vallarins og Ramos sá elsti, en það er rúmlega 20 ára aldursmunur á þeim. Jesus Navas er á varamannabekk Sevilla og verður hann elsti leikmaður vallarins ef hann fær að spreyta sig.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Yamal og Ramos hittast á fótboltavellinum, því Yamal var lukkustrákur í El Clásico slagnum fyrir sjö árum síðan og leiddi Ramos inn á völlinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner